mánudagur, 24. desember 2007

Takk fyrir að senda okkur svona góðan jólamat


Elsku Amma og Afi í Listhúsinu, takk fyrir að senda okkur svona rosalega góðan mat og allt sem kom með Beggu. Það var rosalega gaman að geta haft hefðbundin jólamat og svo Nóa Konfekt á eftir. Knús og kossar fyrir það.

Þakkir til allra fyrir allar gjafirnar, kortin og kveðjurnar.
Vonum að allir hafi haft það sem best.

Hlökkum til að flytja heim í húsið, erum mjög spennt.
Posted by Picasa

Vei,vei,vei við erum að fara heim úr Miramar


Jæja búið að versla í dag ótrúlega kát með það... taka nokkur spor af því tilefni.
Posted by Picasa

Rosalega er erfitt að versla...


Ákvað að máta gullbelti og leggja mig svo aðeins í mátunarklefanum.
Posted by Picasa

Ég get dansað hvar sem er...


Við mamma fórum með Beggu frænku að versla og í einni búðinni var þetta skemmtilega dansgólf svo ég ákvað að skella mér.
Posted by Picasa

Besti maturinn á Spáni


Við fórum auðvitað með frænkuna á besta veitingastaðinn að okkar mati.... Wok. Sjúklega góður matur þarna.
Posted by Picasa

Begga frænka er komin veiiii.....


Mikið rosalega vorum við ánægð að sjá Beggu frænku, búið að bíða með mikilli eftirvæntingu.
Posted by Picasa

sunnudagur, 9. desember 2007

Jólaþorp Sögu


Jólaþorpið hennar Sögu sem hún föndraði, þetta er eini snjórinn sem við sjáum þessi jól og ætli okkur finnist það ekki í lagi. Það er ótrúlega gott veður. Fyrst finnst manni furðulegt að það sé svona gott veður í desember en er mjög fljótur að venjast því og jólastemningin er ekki minni hérna. Rosalega flottar skreytingar og mikið jólafjör.
Posted by Picasa

Brian og Sally


Brian og Sally komu í afmælið hennar Sögu. Þau eru vinir okkar ,sem búa hérna í næsta húsi.
Posted by Picasa