föstudagur, 20. apríl 2007

Mæðgur fóru á markað.

Á hverjum fimmtudegi er útimarkaður í Alhaurin el grande. Þar er selt grænmeti, ávextir, föt, blóm, töskur og fleira. Ég keypti mér sólgleraugu þar sem mín brotnuðu eftir að við komum og það er ómögulegt að vera sólgleraugnalaus hérna. Eftir markaðinn fórum við í garð rétt hjá þar sem voru leiktæki og Saga skemmti sér mjög vel. Þar hitti hún krakka en skildi auðvitað ekki hvað þau voru að segja en það kom ekki að sök. Við komum svo við í Mercadonna, sem er frábær matvöruverslun og keyptum jarðaber og fleira.

Engin ummæli: